|
|
|
|
|
|
|
|
|
Flauta frá Skúfslæk IS2008282581
Flauta er undan gæðingnum Glotta frá Sveinatungu (8.64) og Líru frá Hafssteinssstöðum (7.97). Flauta fékk frábæran dóm aðeins 4 vetra, 8.29 fyrir hæfileika, 7.91 fyrir sköpulag og 8.14 samtals. Hún er með 9 fyrir bak og lendog 8,5 fyrir samræmi. Einnig er hún með 9 fyrir vilji og 8.5 fyrir tölt, fegurð í reið, hægt tölt og 8 fyrir brokk og skeið. Hún er rúm viljug, vinnusöm og mjög skemmtileg.
|
|
|
|
|
|
|
Afkvæmi Flautu er:
Nn frá Steinsholti, fæddur 2013, undan Skýr frá Skálakoti. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Gersemi frá Syðri-Gegnisholum IS2007287663
Gersemi er undan Leikni frá Vakursstöðum og Gráhildi frá Selfossi. Hún er stór og falleg með góða lund og eðlis mikið hágeng. Hún er komin með góðan dóm aðeins 5 vetra gömul, með 8.35 fyrir hæfileika, 8.01 fyrir byggingu og 8.21 í aðaleinkunn. Gersemi hefur jafnar og góðar gangtegundir með 8.5 tölt, brokk, vilji og fegurð í reið, 8 fyrir skeið, fet og stökk. Einnig hlaut hún 8,5 fyrir háls og herðar og samræmi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Plóma frá Skrúð IS2007235846
Plóma er undan Markúsi frá Langholtsparti og Sunnu frá Skrúð, sem sagt sammæðra Plöntu frá Skrúð sem er með 8.50 í kynbótadómi.
Plóma er með mjög góðan dóm aðeins 5 vetra gömul, með 8.38 fyrir hæfileika, 7.91 fyrir sköpulag og 8.19 í aðaleinkunn. Hún er mjög falleg og faxprúð, og ætti vera hærra í byggingu að okkar mati. Gangtegundirnar eru jafnar og góðar, 8.5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið, 7,5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja og geðslag.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Íris frá Vestri-Leirárgörðum IS1995235472
Íris er undan Galdri frá Sauðárkrók (8,27) og Ýr frá Vestri-Leirárgörðum (7,73).
Íris hlaut 8,08 í aðaleinkun 8,09 fyrir sköpulag og 8,06 fyrir hæfileika. Meðal annars 8,5 fyrir samræmi, hófa, stokk, vilja, fegurð í reið og hægt tölt.
Afkvæmi Írisar eru:
Ímynd frá Steinsholti, svört fædd 2003, undan Huga frá Hafsteinsstöðum. Fyrsta verðlauna meri sem er í Steinsholts-ræktuninni og er kynnt neðar á siðunni. A.e. 8.28
Hugmynd frá Steinsholti, jörp fædd 2004, undan Hróðri frá Refsstöðum. Hún slasaðist sem trippi og fór að hlífa sér við álag, en þó náðist að sýna hana. A.e. 7,77. Hún seldist sem ræktunnarhryssa með gullfallegt folald undan Asa frá Lundum. Hugmynd seldist til Danmerkur.
Dögg frá Steinsholti, jörp fædd 2006, undan Dyn frá Hvammi. Falleg faxprúð hryssa. SELD.
Steina frá Steinsholti,
grá fædd 2005, undan Gust frá Hóli. Flott fimmgangshryssa. A.e. 7.81. Til SÖLU.
Dynjandi frá Steinsholti, brúnn fæddur 2008, undan Tind frá Vamalæk.
Hátíð frá Steinsholti, grá (fædd brún), fædd 2009, undan Hæring frá Litla-Kambi.
Ívar frá Steinsholti, brúnn fæddur 2010, undan Kappa frá Kommu.
Ísak frá Steinsholti, jarpur fæddur 2011, undan Eldjárni frá Tjaldhólum.
Sesar frá Steinsholti, brúnn, fæddur 2012, undan Skýr frá Skálakoti.
Bogi frá Steinsholti, jarpur fæddur 2013, undan Skýr frá Skálakoti.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ímynd frá Steinsholti IS2003235078
Ímynd er undan Huga frá Hafsteinsstöðum (8,31) og Írisi frá Vestri-Leirárgörðum (8,08). Ímynd er glæsileg klárhryssa með 8,28 í aðaleinkun 8,34 fyrir byggingu og 8,24 fyrir hæfileika. Meðal annars 9 fyrir háls og herðar, tölt, vilja og fegurð í reið.
Afkvæmi Ímyndar eru:
Sveifla frá Steinsholti, brún fædd 2009, undan Auð frá Lundum II. Sveifla er hreyfingarmikil og næm hryssa.
Ilmur frá Steinsholti, brúnstjörnótt fædd 2011. Mjög falleg hryssa undan Asa frá Lundum II.
Nn frá Steinsholti, brún fædd 2013. Glæsileg hryssa undan Hrimnir frá Ósi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Bót frá Akranesi IS1996235014
Bót er undan Hágang frá Sveinatungu (8,03) og gæðingnum Buslu frá Eiríksstöðum (7,49). Bót hlaut í aðaleinkunn 7,80 þar af 7,98 fyrir sköpulag og 7,67 fyrir hæfileika. Hún er klárhryssa og hlaut 8 fyrir tölt, brokk, stökk og geðslag, 8,5 fyrir fegurð í reið og 9,5 fyrir fet.
Afkvæmi Bótar eru :
Þór frá Steinsholti, móbrúnn fæddur 2006 undan Blæ frá Torfunesi. Búið er að temja hann nokkuð og er góður reiðhestur.
Njörður frá Steinsholti, móbrúnn fæddur 2007 undan Auði frá Lundum II. Njörður er frumtaminn og er fallegur hreyfingarmikill klárhestur.
Eir frá Steinsholti, jörp fædd 2009 undan Arði frá Lundum II. Hreyfingarmikið tryppi sem fer um á tölti og brokki.
Askur frá Steinsholti, bleikstjörnóttur, fæddur 2010 undan
Stikli frá Skrúð. Mjög fallegt og skrefamikið folald.
Baldur frá Steinsholti, rauðblesóttur fæddur 2011 undan Asa frá Lundum II. Myndarlegur og skrefmikill.
Embla frá Steinsholti, fædd 2012 undan Hrók frá Efsta Dal 2.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Þoka frá Spágilsstöðum IS2004238476:
Þoka er undan Hrym frá Hofi (8,20) og Bliku frá Spágilsstöðum(7,71) sem hefur þegar skilað fjórum 1. v. hryssum.
Þoka er með 8,04 í aðaleinkun 7,90 fyrir byggingu og 8,13 fyrir hæfileika. 9 fyrir tölt og vilja. Mikið hágeng og viljug klárhryssa.
Afkvæmi Þoku eru:
Hríma frá Steinsholti, grá hryssa (fædd rauð) fædd 2010, Hún er undan Asa frá Lundum II. Hágengt folald sem fer um á fallegu tölti og brokki.
Hersir frá Steinsholti, dökkrauður fæddur 2011 undan Auð frá Lundum II. Hágengur og reistur.
Spá frá Steinsholti, rauðstjörnótt, fædd 2012 undan Skýr frá Skálakoti. Gullfalleg hryssa.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Birna frá Kettilsstöðum IS1993276179:
Birna er undan Hjörvari frá Ketilsstöðum (8,31) og Brynju frá Ketilsstöðum (8,03).
Birna er með 8,07 í aðaleinkunn, 7,72 fyrir byggingu og 8,30 fyrir hæfileika, meðal annars 8,5 fyrir tölt, skeið og vilja.
Afkvæmi Birnu eru:
Bylgja frá Steinsholti, brún fædd 2002 undan Geisla frá Sælukoti. Bylgja hlaut í aðaleinkunn 8,00. Fyrir hæfileika 8,12 og 7,81 fyrir sköpulag. Seld.
Kóngur frá Steinsholti, móbrúnn fæddur 2003 undan Forseta frá Vorsabæ. Hann er nú í Danmörku.
Þóra frá Steinsholti, rauð fædd 2004 undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum. Þóra hlaut 7,86 í kynbótadóm þar af 7,99 fyrir byggingu og 7,77 fyrir hæfileika. Geðgóð og hreingeng alhliða hryssa. Þóra er nú í Danmörku.
Djákni frá Steinsholti, jarpur, fæddur 2006. Undan Dalvari frá Auðsholtshjáleigu. Fórst.
Garpur frá Steinsholti, rauður, fæddur 2007 undan Glotti frá Sveinatungu. Fimmgangsefni.
Hrymur frá Steinsholti, grár, fæddur 2008 undan Hæring frá Litla-Kambi. Fallegur og hreyfingarmikill foli til SÖLU.
Blesi frá Steinsholti, rauðblesóttur, fæddur 2010 undan Stikil frá Skrúð. Fórst.
Máni frá Steinsholti, rauðstjörnóttur fæddur 2011 undan Abel frá Eskiholti. Fallegur geldingur til SÖLU.
Síf frá Steinsholti, rauð, fædd 2012 undan Skýr frá Skálakoti.
Nn frá Steinsholti, brún hryssa, fædd 2013 undan Skýr.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|